top of page
Wedding Decorations

Tímaáætlun

Hér er tillaga að uppsetningu á mögulegri tímaáætlun fyrir öll smáatriðin sem þarf að huga að til að upplifa ánægjulega upplifun við skipulag brúðkaupsins. 

9-12 mánuðum áður

Ákveða og panta kirkjuna / svæði fyrir athöfnina

Panta prest / athafnarstjóra

Ákveða og panta söng og organista eða annað hljóðfæri

Ákveða og panta tíma í hárgreiðslu ásamt prufutíma

Panta hárgreiðslu fyrir brúðarmeyjar

Ákveða hárskraut

Ákveða og panta tíma í förðun ásamt prufutíma

Kaupa brúðarkjól

Ákveða fatnað á brúðgumann

Ákveða brúðarvönd, barmblóm, kastvönd og vendi fyrir börn/brúðarmeyjar/sveina

Ákveða litaþema

Munið þið kaupa fatnað/ leigu á fatnaði á brúðarmeyjar / sveina

Munu þau vera með show þegar þau labba inn kirkjugólfið á undan brúðurinni

Ákveða hvort eigi að leigja eða nota eigin bíl

Panta bíl

Panta sal

Ákveða skraut á veggi

Ákveða skraut í lofti

Ákveða skraut í almennu rými

Ákveða borðskraut

Ákveða sætaskipan

Ákveða skraut á háborð

Ákveða skemmtiatriði/söng

Ákveða og panta skemmtanastjóra

Panta skemmtiatriði/söng

Ákveða og panta matinn

Ákveða áfengi/drykki

Ákveða morgungjöf

Hvar verður gist um á brúðkaupsnóttinni

Ákveða hvert sé farið í brúðarkaupsferð

Bóka ferð og gistingu

Panta ljósmyndara

Útbúa boðskort

Ákveða hringa og panta

6-9 mánuðum áður

Ákveða hvaða lög verða spiluð í athöfninni

Staðfesta lagaval við söngvara fyrir athöfnina

Ákveða skraut fyrir athöfnina

Hver verður hringaberi

Ákveða hver mun standa uppi á Altari með brúðguma

Ákveða hver labbar brúðurina upp að altari

Panta tíma í sprey tan

Panta tíma í neglur eða lökkun

Kaupa skó fyrir brúður

Kaupa brúðarslör

Ákveða hvaða skartgripi eigi að nota

Bóka mátun í þrengingu eða styttingu á brúðarkjól

Kaupa fatnað á brúðgumann

Ákveða skyrtuhnappa

Ákveða bindi/slaufu

Panta tíma í þrengingu / styttingu á jakkafötum

Panta Brúðarvönd, kastvönd og barmblóm

Ákveða hver er með hvaða hlutverk í brúðkaupinu

Ákveða hver mun hafa auga með börnunum yfir brúðkaupsdaginn.

Ákveða næturpössun og hver kemur þeim í næturpössun.

Ákveða skraut á bíl

Ákveða hver keyrir

Ákveða hverjir munu halda ræðu

Ákveða hvort eigi að vera með snarl seinna um kvöldið

Panta borðdúka (alltaf aðeins meira en þörf er á)

Ganga frá morgungjöf

Bóka afþreyingu og góða veitingastaði í brúðkaupsferðinni

Ákveða staðsetningu

Setja upp event á facebook

Panta útprentun á boðskortum

Senda á gesti tímanlega

Ákveða hver mun sjá um steggjun og gæsun (Passa að velja einhvern sem þið treystið)

Setja saman gestalista

Ákveða hvar ykkar mörk liggja og passa að skipuleggjandi viti að það á ekki að fara yfir þá línu.

Ákveða skrift innan í hringa

3-6 mánuðum áður

Ákveða hver skreytir kirkjuna /athafnarsvæðið og tekur það niður ( stuttur tímarammi í kirkjum)

Ákveða hvort sápukúlur eða annað skraut eftir athöfnina

Panta tíma í klippingu og litun

Kaupa undirfatnað ( gera eftir að kjóll er keyptur svo það passi saman)

Kaupa nælonsokka

Kaupa skartgripi/eyrnalokka ef þörf er á

Kaupa sokkaband

Ákveða eitthvað blátt, lánað og nýtt

Kaupa dansskó

Ef það á að dansa og vera í stuttum kjól, þá er gott að kaupa þröngar hvítar stuttbuxur undir kjólinn.

Panta klippingu á brúðgumann

Panta snyrtingu á skeggi

Kaupa skyrtuhnappa

Kaupa spariskó

Kaupa bindi/slaufu

Kaupa skyrtu

Kaupa fatnað tímanlega á börnin en gera ráð fyrir því að þau muni stækka

Kaupa skó

Panta klippingu

Kaupa hárskraut fyrir brúðarmeyjar

Panta skraut á bíl

Kaupa áfengi / drykki

Panta snarl fyrir seinna um kvöldið.

Ákveða menu og info á borð

Ákveða sætaskipulag útlistun / merkingar á borð

Verður notast við # snapchat eða önnur forrit til að taka saman ljósmyndir gestana á einn stað.

Panta myndavélakassa og bakgrunn

Ákveða hverjir munu hjálpa að setja upp og taka niður daginn eftir.

Kaupa hringapúða eða annað sambærilegt

1-3 mánuðum áður

Panta tíma fyrir æfingu á athöfninni og fara yfir skipulagið

Sækja brúðarkjól úr aðlögun (frá saumakonu)

Ákveða hver muni sækja brúðarvönd og barmblóm á brúðkaupsdeginum

Passa að skemmtanastjóri fái afrit af ræðum og setji upp skipulag fyrir veisluna

Útbúa Pub quiz eða annað skemmtiatriði á meðan beðið er eftir brúðhjónum

Kaupa servíettur

Ákveða hver aðstoðar brúðurina að hafa sig til

Ákveða hver hjálpar til með börnin og sem passar upp á svefn/hreyfingu og næringu á brúðkaupsdaginn

Staðfesta tíma og staðsetningu á ljósmyndara

Ákveða hver sækir og passar upp á hringana fram að brúðkaupsdegi

Nokkrum vikum áður

Panta vottorð

Sækja jakkaföt úr aðlögun (frá saumkonu)

Vikan fyrir brúðkaup

Prufutími í förðun

Prufutími í hárgreiðslu

Klipping og litun brúður

Klipping börn

Klipping brúðgumi

Æfing fyrir athöfnina

Þrífa bíla

Hafa regnhlíf fyrir brúðarbílana

Undirbúa drykki og snarl fyrir bílana til að grípa í eftir athöfn

Brúðkaupsdagurinn

Sækja þarf brúðarvönd og barmblóm og koma því tímanlega til brúðhjónanna

Hafa auka manneskju til að passa börn í athöfn og á milli ljósmyndatöku ef þau eru með og keyra þau um.

Ef myndir eru teknar úti, hafa eitthvað hlýtt til að skýla sér á milli mynda og hafa plan B stað sem er inni ef veður er slæmt.

Muna eftir hringum

Muna að borða og drekka vel.

Mundu svo að það getur alltaf eitthvað farið úrskeiðis en best að láta það ekki á sig fá og njóta dagsins til hins fyllsta.

Innilega til hamingju með stóra daginn.

bottom of page